27. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 20. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:00
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir ÁÞS, kl. 09:00

Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1588. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) 275. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar kom Runólfur Pálsson læknir fyrir hönd Embættis landlæknis. Gerði gesturinn grein fyrir sjónarmiðum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 227. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:55
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

4) 292. mál - afsökunarbeiðni og greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong Kl. 09:56
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

5) 318. mál - aðstoð við sýrlenska flóttamenn Kl. 09:56
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

6) Önnur mál Kl. 09:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:57